Vefmyndavél

Bolaöldu- og Álfsnesbrautir frábærar

Í gær var unnið mikið í báðum brautum eftir rigningarnar um helgina. Bolaöldubrautin var meiriháttar í gærkvöldi og margir töldu hana aldrei hafa verið betri. Reynir var með jarðýtu í Álfsnesi og er búinn að gera mjög skemmtilegar breytingar á öðrum beina kaflanum þar sem hann setti niður nettan ryþmakafla. Garðar er svo búinn að vera að herfa brautina í allan dag og fullyrðir að rakastigið geti ekki verið betra. Sumsagt, allir að hjóla í kvöld – brautirnar gerast ekki betri en akkúrat núna. Góða skemmtun og munið eftir miðunum. Brautarnefndir.

Leave a Reply