Vefmyndavél

Tveir menn féllu niður um ís

Tveir menn féllu niður um ís á Hvaleyrarvatni um þrjúleytið í dag. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þeir að keyra á torfæruhjólum á ísnum sem var ekki nógu traustur. Hringt var í Neyðarlínuna og komu menn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á staðinn með búnað til að bjarga mönnunum á þurrt.

Að sögn lögreglu voru mennirnir, sem eru feðgar, blautir og kaldir en að öðru leyti varð þeim ekki meint af.

tekið af mbl.is

Leave a Reply