Vefmyndavél

18 meðlimir VÍK fengu styrk

Í gær var úthlutað styrkjum úr afrekssjóði
Íþróttabandalags Reykjavíkur og SPRON, úthlutað var til 5.600.000 kr til 34
verkefna, auk þess Reykvískir Íslandsmeistarar fengu
viðurkenningu.

Það voru 18 manns úr VÍK sem fengu viðurkenningu, íslands-
og liðameistarar 2007, auk þess fékk Heiðar Gretarsson #900 styrk vegna
æfingaferðar erlendis.  Það var þokkaleg mæting, en 11 mættu til þess að taka á
móti viðurkenningunni, en í það minnsta 3 eru við æfingar
erlendis.

Leave a Reply