Fundargerð skipulags og byggingarráðs Hafnarfjarðar í gær

US060063 – Mótorcross við Hvaleyrarvatn

Tekið fyrir málefni akstur mótocrossmanna á Hvaleyrarvatni.
Umhverfisnefnd/Sd 21 lagði 13.12.2006 það til við skipulags- og byggingarráð að sú heimild sem gefin var út af bæjarráði þann 26. janúar 2001 að heimila mótorcrossmönnum að nota Hvaleyrarvatn fyrir íþrótt sína verði afturkölluð. Enda sé það sýnt að þær takmarkanir sem fram koma í heimildinni sé ekki virtar og skv. birtu og samþykktu deiliskipulagi fyrir Hvaleyrarvatn og Höfðaskóg kemur fram í greinargerð: „Öll umferð vélhjóla og bifreiða verði bönnuð á vatninu og utan vega á svæðinu.“

Umhverfisnefnd/SD21 leggur þó áherslu á að ekki sé lagt til að mótorcrossmenn verði sviptir æfingasvæði heldur strax gengið í það mál að útvega annað svæði þar sem minna ónæði verði af þeim og á þannig
stað að skilgreind útivistarsvæði losni með öllu við ónæði af þessum toga.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir afgreiðslu Umhverfsinefndar/Sd21 um að lagt verði til við bæjarráð að draga heimild til baka sem gefin var út af bæjarráði árið 2001 og bendir jafnframt á að í lokavinnslu er nú svæði fyrir akstursíþróttir í Kapelluhrauni, þar sem m.a. er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ísakstur.

Skildu eftir svar