Gisting á Mývatni

Hótel sel á Mývatni býður þeim sem koma á Föstudegi fría gistingu fyrir Föstudagsnóttina. Laugardagsnóttin kostar 8.500.– í 2 manna herbergi.
 
Áhótelinu eru 35 herbergi


 og eru þau öll með sér baðherbergi og á hverju herbergi eru sími, útvarp og sjónvarp. Einnig er háhraða tölvutenging inn á herbergjum. Allar innréttingar á herbergjunum eru úr gegnheilum mahonívið og er leitast við að skapa notalegt viðmót gagnvart gestum hótelsins.
Mikilfenglegt útsýni er úr herbergjum, yfir Skútustaðagíga og einnig til suðurs, til fjalla og jökla.

Hótelið er vel búið til að taka á móti allskonar fyrirtækja- og skemmtiferðum, bæði hvað varðar aðbúnað á hótelinu og einnig aðra afþreyingu á Mývatnssvæðinu og í nágrenni. Einnig er hótelið einstaklega vel staðsett til að sinna ráðstefnum og fundum hvort heldur sem er fyrir stærri sem smærri fundi.

http://myvatn.is/default/page/myvatnssvaedid

Skildu eftir svar