Munið að mæta undirbúin í skoðunina

Svo skoðun hjóla taki sem stystan tíma – hafið þá endilega allt klárt.
Afhenda ber m.a. útfyllta ÞÁTTTÖKUYFIRLÝSINGU til skoðunarmanna.

Ef gögn eru ekki klár – þá verður ekkert skoðað!
Ef ekkert er skoðað – þá verður heldur ekkert keppt !
Láttu það ekki henda þig !

Skoðunarnefnd

PS.  Ein þátttökutilkynning nægir fyrir báða dagana.  Taka verður fram öll ökutæki sem nota á.
– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Eftirfarandi atriði þarf að hafa tilbúin við skoðun:

Hjól (..og varahjól )
(í standi samkv. keppnisreglum  –  munið að hafa keppnisnúmer límt á hjól )
Hjálmur
(óskaddaður hjálmur)
Skráningarplögg ökutækis  
(Sönnun fyrir því að hjól sé skráð og tryggt  t.d. skoðunarskírteini og/eða skráningarplötur)
Þátttökuyfirlýsing smellið hér 
(prentið út af netinu og mætið með útfyllt og undirritað í skoðun !! )
    (  YNGRI EN 18 ÁRA:  munið undirskrift forráðamanns..!! )

ATH! 
Þeir sem ekki eru með öll gögn tilbúin við skoðun fara aftur í röðina..!:


Lesa þetta líka…smella hér

Skildu eftir svar