Umfjöllun um fyrirhugað akstursíþróttasvæði í Fjarðarpóstinum

Á baksíðu Fjarðarpóstsins, sem kom út á fimmtudag, er fjallað um fyrirhugað akstursíþróttasvæði í Kapelluhrauninu í Hafnarfirði…. lesið greinina hér. Þar kemur fram að það ku vera fleiri minjar á svæðinu en áður var talið. Upprunalega var um stærra svæði sem átti að fara undir akstursíþróttir en þar sem minjar eru dreifðar víð og hvar á svæðinu næst ekki að nýta svæðið eins vel og ella. Þar af leiðandi hafa brautir verið teiknaðar inná svæðið þar sem ekki var vitað um minjar. Staða málsins í dag er sú að auglýsing fyrir deiliskipulagið stoppar á athugasemd sem gerð var hjá hagsmunaaðila. Verið er að vinna í lausn á þeirri athugasemd. Eftir það ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að deiliskipulagið fari í auglýsingu sem tekur 6 vikur. Óvíst er hvort þessi grein hafi áhrif á þetta ferli. Hægt að lesa allan Fjarðarpóstinn hér


Skildu eftir svar