Einar sigraði á Króknum


Fyrsta keppnin sem haldin var á nýlegri braut á Sauðárkrók var haldin í gær. Keppt var í 5 flokkum og var nokkuð góð mæting. Einar S Sigurðarson sigraði í MX1 flokki, Gylfi Freyr Guðmundsson vann í MX2, Kristófer Finnsson vann í MX unglinga, Eyþór Reynisson í 85 flokki og Signý Stefánsdóttir í kvennaflokki.
Einar Sigurðarson sagði í viðtali við Motocross.is að aðstæður á Króknum hafi verið frábærar, brautin glæsileg og húsið og aðstæðan öll hin besta. Félagarnir í klúbbnum fyrir norðan leggja mikið á sig til að gera allt glæsilegt og þetta litla bæjarfélag nær yfir 50 manns í klúbbinn og flestir leggja hönd á plóginn. Einar bætti svo við: "Stemmningin var frábær á keppninni og veðrið einnig. Kræklingar eiga heiður skilinn"

Annars voru úrslitin svona:


MX1

 1. Einar S Sigurðarson 50
 2. Jóhann Ögri Elvarsson 44
 3. Gunnar Sigurðsson 40
 4. Sigurður Hjarta Magnússon 18
 5. Guðni Friðgeirsson 16
 6. Einar Bragason 0

MX2

 1. Gylfi Freyr Guðmundsson 50
 2. Brynjar Þór Gunnarsson 44
 3. Pálmi Georg Baldursson 40
 4. Gunnar Smári Reynaldsson 34
 5. Hákon Ingi Sveinbjörnsson 34
 6. Elfar Már Viggósson 30
 7. Sigurður Pétursson 27
 8. Unnar Sveinn Helgason 27
 9. Reynir Jónsson 12

MX Unglinga

 1. Kristófer Finnsson 50
 2. Sölvi B Sveinsson 42
 3. Sigurgeir Lúðvíksson 40
 4. Hafþór Grant 38
 5. Arnór Ísak Guðmundsson 32
 6. Jóhann Gunnlaugsson 29
 7. Brynjar Þór Gunnarsson 15
 8. Alexander Már Steinarsson 14
 9. Fannar Logi Kolbeinsson 13
 10. Steingrímur Örn Kristjánsson 12
 11. Sigurjón Leó Vilhjálmsson 0

85 Flokkur

 1. Eyþór Reynisson 50
 2. Bjarki Sigurðsson 44
 3. Kjartan Gunnarsson 40
 4. Guðmundur K NIkulásson 34
 5. Gylfi Andrésson 30
 6. Friðgeir Guðnason 30
 7. Brynjar Birgisson 25
 8. Pétur Örn Jóhannesson 25
 9. Jón Bjarni Einarsson 18
 10. Daníel Freyr Árnason 13

Kvennaflokkur

 1. Signý Stefánsdóttir 47
 2. Bryndís Einarsdóttir 47
 3. Oddný Stella Nikulásdóttir 40
 4. Björk Erlingsdóttir 36
 5. Helga Hlín Hákonardóttir 16

Skildu eftir svar