Bolaöldubraut opnar kl. 18 í dag

Unnið var á tveimur jarðýtum í Bolaöldubrautinni í gærkvöldi. Allir pallar og beygjur voru lagaðar og brautin öll rifin upp með ripper til að gera hana klára fyrir rigninguna sem spáð er í dag og föstudaginn. Brautin er hreint út sagt SNILLD núna, þó við segjum sjálfir frá! 🙂 Ekki missa af henni í þessu ástandi – miðarnir fást í Kaffistofunni eins og vanalega. Góða skemmtun, Brautarnefnd.

Skildu eftir svar