Vefmyndavél

Vinnukvöld á BOLAÖLDU

Nú er sumar og sól og gott að hafa aðgang að góðu hjólasvæði.
Svæðið helst þó ekki í formi nema einhver nenni að leggja í það smá svita og kannski nokkur tár!

Fjöldi fólks leggur með jöfnu millibili hönd á plóginn og aðeins þannig náum við árangri í framþróun og almennu viðhaldi. Núna á miðvikudaginn verður Vinnukvöld í Bolaöldu. 


Eins og endranær eru allar vinnufúsar hendur velkomnar (nauðsynlegar). 

Byrjendur sem lengra komnir eru beðnir um að mæta kl. 18:00 og taka til hendinni í ca. tvær klst.

Þeir sem sýna málinu áhuga í verki fá svo pylsur og drykk – og geta svo tekið til
við að keyra á betra svæði – mettir af mat og með góða samvisku..!

 Láttu þig ekki vanta við að bæta þína eigin aðstöðu – sjáumst á miðvikudaginn!

Leave a Reply