Bolaöldu slóðar

Jæja nú er annað starfsár VÍK á Bolaöldusvæðinu.  Á þeim leiðum sem lagðar voru í fyrravor sést hversu mikið álag er á svæðinu.  Þeir slóðar sem liggja hærra en Mx-brautin eru lagðir í sjálfboðavinnu og fá ekkert viðhald, nema að viðhalda merkingum og girða fyrir rangt leiðarval.

Umgengni um svæðið hefur stórbatnað frá því sem var síðasta sumar og skulum við vona að það haldist þannig.  Það má hvergi hjóla nema á augljósum slóðum og merktum leiðum.

Um þarsíðustu helgi var opnað inn á áður umrætt slóðakerfi, en í vikunni á undan voru þrjú vinnukvöld.  Þar mætti öflugur hópur til starfa eða c.a. 6-8 manns á kvöldi, sem er reyndar í engu samræmi við notkunina!
Lögð var ein ný leið sem notar að stórum hluta leið sem varð að loka síðasta sumar vegna álags og svívirðinga einstefnumerkja. (frá Blákollsvegi niður í Bruggaradal)

Hluti af nýju leiðinni liggur Upp/niður sandklettasvæði sem er mjög erfitt viðureignar.
Nú í kvöld fór ég svo allar leiðir á svæðinu og þótti mér verulega leitt að sjá að hópur manna hafði svívirt að minnsta kosti tvær beygjur á nýju leiðinni, og farið á öðrum staðnum yfir mosagróið svæði. Þarna voru greinilega engir amatörar á ferð.
Það er alveg sénslaust að fara að girða hverja einustu beygju á svæðinu eins og í einhverri helv#$%$ keppnisbraut!!!! Vinsamlegast notið því skynsemina við aksturinn svo við þurfum ekki að fara út í slíkar merkingar.

Annað mál eru erfiðar leiðir; þessi umrædda brekka er/var vel girt og plast-staurar boraðir niður, aðvörunar skilti uppi og allur pakkinn, samt sem áður var þetta allt í drasli, búið að slíta bönd og staura upp úr!

Það er nú allveg lágmarkskurteisi að laga eftir sig ef maður slítur niður girðingu eða stiku! Þetta er svæðið okkar!!!!
Brekkan er erfið, og ef menn geta ekki farið hana upp/niður eftir þeirri leið sem að er lögð (sama gildir um tilhlaupið) þá verða menn bara að velja sér auðveldari leiðir!!!

Það er nefnilega þannig að það fer jafn mikil vinna í að laga stikur og bönd, eins og að loka leiðum. Og það gildir í raun um allar leiðir, líka þær sem að eru fyrir utan svæðið okkar.
Og það er nákvæmlega það sem að ég geri ef að umgegnin á þessari leið batnar ekki!

Over n out
Kristján Arnór Gretarsson #400
Yfir-Bolaöldu-slóði

Skildu eftir svar