VÍK uppsögn

Reykjavík 3. júní 2007.

    Eins og þegar er farið að kvissast út á meðal meðlima í Vélhjólaíþróttaklúbbnum þá hefur mér verið sagt upp störfum fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbinn.
   Mér var afhent uppsagnarbréf af formanni VÍK 31. maí síðastliðinn og áttum við Hrafnkell formaður ágætis spjall við það tækifæri. Í framhaldi af því spjalli ákvað ég að hætta sem fyrst og helst daginn eftir.  Eftir mikinn þrýsting frá Kela geri ég það fyrir hann einann að vera þarna á Bolaöldusvæðinu í eina viku til að stjórna vinnuhópi frá Landsvirkjun svo ekki tapist þeir tveit styrkir sem VÍK hefur fengið hjá Pokasjóði og Landbótasjóði.  Vinnuhópur þessi er svipaður og


vinnuhópurinn sem Landsvirkjun skaffaði á síðasta ári og sáði megninu af grasfræinu í svæðið í kringum húsið og brautina.
   Vissulega er ég ekki sáttur við þessi málalok og endi á starfi mínu í þágu félagsmanna í VÍK, en þar sem að stjórn VÍK er lýðræðislega kjörin á aðalfundi félagsins til að fara með málefni félagsins og þetta var ákvörðun stjórnar. Ég veit fyrir víst að ekki var einhugur í stjórninni við atkvæðisgreiðslu þessa og eflaust hafa stór orð fokið í minn garð, en eins og allir vita þá hef ég alltaf verið mjög ákveðinn í mínum skoðunum og mjög erfitt að hagga minum skoðunum og síðast af öllu þá hef ég aldrei látið vaða yfir mig  og mínar skoðanir á rekstri á þessu félagi og svæði eru mjög fastbundnar.
   Ég ætla ekki að dæma neinn þeirra í stjórn fyrir það sem viðkomandi meirihluti í stjórn gerði með sinni meirihlutaákvörðun, en ég vona svo innilega að þessir sömu aðilar sjái til þess að cross og enduroökumenn fái hjá þeim ekki síðri þjónustu og ég var að veita félagsmönnum í þá 18 mánuði sem ég var að vinna fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbinn.

                        Hjörtur Leonard Jónsson.

Skildu eftir svar