Vefmyndavél

Æfing á sunnudag

Ráðgert er að halda æfingu í Bolöldu á sunnudag fyrir alla áhugasama motocross hjólamenn. Æfingin verður framkvæmd þannig að skráning hefst kl: 15:00 en kl: 16:00 verður ræst formleg æfing á supercross formi. Flokkaskipting veltur á þátttöku. Keyrðar verða tvær tímatökur og komast 12 fyrstu menn úr hvorri um sig í úrslit. Því næst verður þriðja og síðasta tímataka fyrir restina þar sem 6 efstu menn komast í úrslit. Að lokum verða keyrð úrslit með 30 þátttakendum í tveimur 15 mín. mótoum. Þátttökugjald er kr. 2.000,- og er brautarpassi innifalinn.
Brautarnefnd

Leave a Reply