Uppröðun á startlínu

Keppendur fara í tímatöku skv. dagskrá, þegar henni er lokið er komin uppröðun á ráslínu sem gildir allann daginn. Um leið og komin eru úrslit þá mætir keppandi eða aðstoðarmaður að ráshliði og velur sér hlið í samráði við brautar- eða keppnistjóra , eftir það ber keppandi eða aðstoðarmaður alla ábyrgð á sínu hliði, lagar/sléttar jarðveg og tryggir að það falli vel til að hann nái sem bestu starti, eina sem keppnistjórn gerir er að tryggja að hliðin séu í lagi.
Þetta virkar þannig að aðstoðarmaður keppanda hefur heilt moto til að laga og undirbúa startið, þegar sá

flokkur sem keppandi er í er kallaður upp fer hann að hliðarlínu og bíður þar eftir að vera hleypt inn að ráshliði af starfsmanni, keppanda er hleypt inn og hliði lokað og er keppandi ekki með ef hann er of seinn! Þegar keppandi er hleypt inn um hliðið fer hann beint að ráshliði og er tilbúinn strax., það verður ekkert nafnakall eða númerakall, ef keppandi er ekki tilbúinn þegar hliðið fellur ber hann einn ábyrgð á því.
Hver keppandi má hafa einn aðstoðarmann og notar sín eigin verkfæri og skoðar allar aðstæður vel og kynnir sér á staðnum hvar og hvernig farið er í og úr braut. Kveðja, keppnistjóri.

Skildu eftir svar