Veggjald er lagt á bensín á tæki sem ekki nota vegi

Í athugun er að fella niður veggjald sem notað er á garðsláttuvélar, vélsleða og sportbáta. Nú eru 30 krónur innheimtar af hverjum bensínlítra sem þessi tæki nota, sem einskonar afnotagjald þessara tækja af vegakerfinu sem þau koma aldrei á.

Upphaf málsins er að forráðamenn Atlantsolíu rituðu fjármálaráðherra bréf fyrir tæpu ári og skoruðu á ráðherra að beita sama fyrirkomulagi og við sölu

á díselolíu á tæki,sem ekki eru í notkun á vegum landsins. Slík díselolía er lituð og er það vel framkvæmanlegt við bensín líka, sem færi á utanvegatæki.

Var sérstaklega vísað í athugasemdir með frumvarpi um olíugjald en þar segir að gjaldtaka af ökutækjum skuli tengjast notkun og sliti á vegum. Með öðrum orðum afnotagjald af vegum.

Í nýju bréfi til félagsins greinir fjármálaráðhera frá því að settur hafi verið á laggirnar starfshópur til að fara yfir þessi mál og fái hann meðal annars áskorun Atlantsolíu til skoðunar. Ef til breytinga kemur lækkar bensínlítrinn á slátturvélar, sportbáta, rafstöðvar, utanvegahjól og vélsleða niður í 80 til 85 krónur.

Skildu eftir svar