Supermoto í gær

Í gær fimmtudag voru um það bil 20 Supermoto hjól mætt til að leika sér í rallýkross brautini. Flestir á 450 og stærri en Keli Formaður var mættur á 200 blöðru og gaf hinum hjólunum ekkert eftir. Gaman var að sjá hversu margir mættu til að hjóla og einnig kom fullt af fólki til að fylgjast með. Nú er bara fyrir þá sem eiga ekki Supermoto gjarðir að drífa sig og kaupa sér sett undir hjólið og koma á þessar æfingar sem verða á fimmtudögum í allt sumar og er pælingin að fjölga þeim í tvær.

kveðja,
Gulli #111

Skildu eftir svar