Barna og unglingaæfingar

Frá og með næsta sunnudegi hefjast barna og unglingaæfingar á vegum VIK. Æfingarnar mun fara fram tvisvar í viku, á fimmtudögum kl: 19:00 til 20:30 og sunnudaga frá kl: 12:00 til 13:30. Gunnlaugur Karlsson mun stjórna æfingunum og kalla til aðstoðarmenn eftir þörfum. Brautarval og staðsetning verður tilkynnt jafnóðum á vefnum en fyrsta æfing fer fram í Bolöldu. Að öðru leyti verða æfingarnar með sama sniði og síðasta sumar. Seld verða æfingakort í Litlu Kaffistofunni en verð til handa félagsmönnum VIK verður 10.000,- fyrir 10 skipti og er brautarpassi innifalinn. Utanfélagsmenn þurfa að greiða kr. 14.000,- fyrir sama passa.
Stjórn VÍK

Skildu eftir svar