
Héraðsdómur hafði áður
sýknað landeigendurna á þeirri forsendu, að
rafmagnsgirðingarnar, sem hestarnir stukku yfir, hafi ekki verið
vanbúnar. Hæstiréttur vísar hins vegar til opna hliðsins og kemst að
þeirri niðurstöðu, að vegna þess séu landeigendurnir bótaskyldir.
Ökumaðurinn var hins vegar látinn bera 1/3 af tjóninu sjálfur þar sem
hann hefði séð hestinn nálgast þjóðveginn með nokkrum fyrirvara og því
borið að gæta að sér.
Tekið af mbl.is