Vorfagnaður Motocrossklúbbs Árborgar.

Jæja, þá er komið að því að félagsmenn Motocrossklúbbs Árborgar ætla að stinga saman nefjum næstkomandi föstudag. Hist verður í félagsheimili Karlakórs Selfoss að Eyrarvegi kl: 20.30 og farið verður yfir komandi sumar ásamt ýmsum skemmtilegum uppákomum og má þá nefna fremstan í flokki Bjarna Harðarson bóksala og frambjóðanda með meiru sem ætlar að fara vítt og breitt yfir mótorhjóla delluna sína. Ásamt því að seigja okkur frá hjólaferð sinni til Frakklands nú á dögunum verður einnig Supercrossið sýnt á breiðtjaldi ofl. Allar nánari uppl eru á www.mxarborg.bloggar.is
Kær kveðja, Stjórn MÁ

Skildu eftir svar