Vefmyndavél

Knight í erfiðleikum

Eins og flestir vita er óhætt að segja að David Knight er besti enduro ökumaður í heiminum í dag. Og hann hefur óumdeilanlega verið á toppnum í Evrópu síðasta ár og unnið nánast allt sem hann hefur tekið þátt í. KTM fékk Knight til að keppa í GNCC í USA, en það hefur ekki gengið nægjanlega vel. Eftir þrjár umferðir þá er hann ekki í toppbaráttunni og reyndar ekki nálægt því.
Knight byjaði árið á að hlífa viðkvæmri og nýlega brotinni hendinni, sem olli því að hann


 átti í erfiðleikum í fyrstu umferð, þrátt fyrir að hann hafi klárað annar. Í annari umferð datt hann út, og í þeirri þriðju var hann í eldsneytisvandræðum, tapaði rúmelga átta mínútum áður en hann gat sett allt á fullt og náð upp í fimmta sæti.
Það eru 13 umferðir í GNCC og Knight hefur enn möguleika á að koma til baka, og enn er nóg af stigum til að hirða titilinn. En hingað til hafa aðstæður komið í veg fyrir að kallinn geti sýnt Bandarískum  aðdáendum hvers hann er megnugur.

Leave a Reply