VÍK kaupir jarðýtu

Í dag var stór dagur hjá VÍK þegar félagið fékk afhenta Caterpillar D6M jarðýtu sem keypt var í vikunni. Með þessu gjörbreytist öll aðstaða okkar til að viðhalda og breyta brautum félagsins. Hingað til hefur öll vinna verið aðkeypt og stundum verið erfitt að fá ýtu þegar þörfin hefur verið mest.

Þetta mun allt breytast í sumar með tilkomu jarðýtunnar. Ýtan er árgerð ’97 og virðist hafa fengið mjög gott viðhald og góða meðferð. Hún er með breiðum beltum og skekkjanlegri tönn sem hentar mjög vel í brautaviðhaldið.

Þetta er umtalsverð fjárfesting fyrir félagið en gríðarleg fjölgun í sportinu þýðir margfalt slit á brautum og umtalsvert meira viðhald. Það var því ekki um neitt annað að ræða. Stefnt er að því að kanna möguleika á útleigu á ýtunni til að létta undir með rekstrinum auk þess sem unnið er markvisst að því að auka styrki og tekjur félagsins.

Það kannski ágætt að minna alla sem enn eiga eftir að greiða félagsgjald VÍK að ganga frá því sem fyrst til að styðja við félagið í þessum stórræðum.

Kveðja, Hrafnkell formaður VÍK

Skildu eftir svar