GNCC komið af stað

GNCC fer vel af stað í ár… eða allavega eru að sjást nýjar hliðar á teningnum. Í annari umferð sigraði Paul Whibley á Hondu í fyrsta skipti á ferlinum, og annar varð Garrett Edmisten á Kawasaki sem náði með því forystu í mótinu. Þriðji varð svo Robbie Jenks á Red Bull KTM. Athygli vakti að David Knight átti í vandræðum vegna eymsla í hendi, enda braut hann hana fyrir nokkrum vikum. Barry Hawk varð bensínlaus, og einnig var Shane Watts í vandræðum, en hann missti bremsurnar 2var.
Curt Caselli gerði góða hluti í Pro Lites class á KTM 250 xcf, hann sigraði flokkinn og mátti litlu muna að hann næði overall sigri, en hann endaði í fjórða overall.

Skildu eftir svar