Af Steve Colley

Eins og fram hefur komið brotnaði Steve Colley á báðum handleggjum sl helgi er hann var að sýna listir sýnar á trials hjóli (já trials hætturnar leynast jú allstaðar). Colley er nú kominn heim til Mön (Isle of Man) þar sem hann hvílist næstu 8 vikurnar og fer daglega í þrýstiklefa sem hraðar batanum og því að beinin grói. Hann er nokkuð brattur og segir þetta ekki hafa nein áhrif á þau áform sín að koma hingað næsta sumar og vera aftur með trials skóla. Síðast var fullt á námskeiðið og vonandi verður góð mæting aftur núna þar sem trialshjólunum hefur fjölgað enn meir frá því síðast. Nánar um Colley námskeiðið síðar.
ÞK

Skildu eftir svar