Vefmyndavél

YAMAHA í Dakar ralli

YAMAHA hjólin eru sigursælustu hjól sem keppt hafa í Dakar rallinu en keppendur á þeim hafa 9 sinnum unnið og hafa þau verið ofarlega frá upphafi.
Aðeins 21 árs gamall vann Cyril Neveu vann fyrst á YAMAHA XT500 árið 1979 og endurtók hann leikinn árið seinna á samskonar hjóli.
Stephan Peterhansel er í miklum metum hjá YAMAHA enda er hann sigursælasti ökumaður þeirra frá upphafi og reyndar sá sigursælasti í Dakar rallinu.
Hann kom til liðsins 1991 og sigraði strax þá, hann virtist svo vera ósigrandi á YAMAHA hjólinu sínu því hann


sigraði svo líka 1992, 1993, 1995, 1997 og 1998.
1996 sigraði Edi Orioli en hann ók einnig á YAMAHA.
Þess má einnig geta að Stephan Peterhansel færði sig yfir í að keppa á bílum fyrir Mitshubishi og sigraði hann í þeim flokki 2004 og 2005 og svo aftur núna í ár 2007 svo það er greinilegt að þarna fer engin venjulegur maður.
Eftir þessa sigurgöngu Peterhansel´s dró YAMAHA sig opinberlega útúr keppni í 5 ár þó svo að það væru margir að keppa áfram á YAMAHA hjólum.

Tímamótahjól
Eftir þetta 5 ára hlé komu svo YAMAHA menn með tímamótahjól, hjól með drifi á báðum hjólum.
Nýliðinn David Frétigne olli mikilli ólgu meðal annara keppenda sem voru margir hverjir á mun stærri og hentugri hjólum í svona sandakstur með því að vinna 3 sérleiðar á YAMAHA WR450F – 2TRAC en þetta er fyrsta 2ja drifa hjólið sem fer í alvöru prófun og hvaða keppni er þá betur til þess en Dakar rallið.
Frétigne sigraði 450cc flokkinn bæði 2004 og 2005, 2005 náði hann meira að segja að ljúka í 5 sæti yfir heildina, það sem háir 2ja drifa hjólinu fyrst og fremst er þessi mikli hraði sem er á nokkrum leiðum en það eru nokkuð margir kaflar það sem keppendur aka á 160km hraða en það er hámarkshraðinn sem er leyfður í keppninni að fenginni slæmri reynslu fyrri ára áður en þessi takmörkun var gerð.

YAMAHA WR450F
Það leit ekki vel út fyrir David Frétigne með þáttöku í Dakar 2007 þar sem það gekk ekkert að setja saman spænskt lið, tveimur mánuðum fyrir keppnina settu YAMAHA og styrktaraðilar liðsins sig í samband við hann og báðu hann um að setja saman lið til að keppa undir merkjum YAMAHA.
Frétigne byrjaði á að leita til vinar síns Frank Helbert sem hefur aðstoðað hann mikið í gegnum tíðina með ýmis tæknimál ofl.
Með hans hjálp var Frétigne sannfærður um að hann næði betri árangri en áður í liðakeppninni “sagt að það sé ekki hægt að vinna þessa keppni á 450cc en ég mun samt stefna á sigur” sagði hann “þar sem við eigum erfitt með að halda hámarkshraðanum á þessum löngu leiðum, það eru tvær leiðar þar sem engin aðstoð er leyfð og munum við reyna nýta okkur þær eins og hægt er og þeim leiðum sem hraðin er ekki svona mikill”

Af þeim þeim 264 keppendum sem eru skráðir í keppnina eru 57 á YAMAHA WR450F hjólum, ýmist á 2ja drifa eða þessum klassísku afturdrifnu.
Annar keppandi sem er á YAMAHA og ber að fylgjast með er hinn 27 ára portúgali Helder Rodrigues en hann kláraði í 9 sæti yfir heildina 2006.
Hollenska YAMAHA liðið mætir til leiks sannfærðir um að gera það gott, í liðinu er fimmfaldur heimsmeistari í mótorhjólaakstri með hliðarvagni Daniel Willemsen en þetta er hans fyrsta Dakar keppni, liðsfélagi hans er Mirjam Pol en hún keppti í fyrsta skipti í fyrra og kláraði í 2 sæti í kvennaflokki.

Leave a Reply