Paris – Dakar rallið

Þolraun hjólamannsins er Paris – Dakar rallið sem hefst á laugardaginn.
Er þetta í 28 skipti sem rallið er haldið og hafa líklega aldrei fleiri keppendur verið í keppninni eins og núna í ár, alls taka 537 keppendur þátt, þar af eru 263 á mótorhjólum og ber þar KTM höfuð og herðar yfir aðrar tegundir því alls eru 129 keppendur á KTM, 59 á Yamaha, 29 á Suzuki, 3 á Kawasaki og svo nokkrar aðrar tegundir með restina.
Þetta rall er sjálfsagt ein mesta þolraun sem hjólakappi getur lagt á sig en rallið sem hefst 6 jan og lýkur ekki fyrr en 21 jan er 9043 km að lengd og af því eru 4813 km á sérleiðum sem liggja yfir brennheitar eyðimerkur


 þar sem hiti getur farið í 50° yfir daginn og sandurinn virðist endalaus, grýtta fjallaslóða, á sumum leiðum má jafnvel búast við stíðsátökum og hryðjuverkamönnum og eina sem keppendur hafa til að styðjast við er gróf punktuð GPS leið sem afhent er í byrjun hverrar leiðar og er ekki óalgengt að keppendur þvælist um rammvilltir.
Lengsta sérleiðin er heilir 599 km og einungis 2 bensínstopp á leiðinni en svo er styðsta leiðin ekki nema 31 km.
Síðust 6 ár hefur keppandi á KTM sigrað en í mörg á þar á undan hafði Yamaha yfirhöndina.
Hjólaframleiðendur og einnig bílaframleiðendur hafa oft notað þessa keppni sem þolpróf á framleiðslu sýna og fyrir 2 árum prufukeyrði t.d Yamaha 2ja drifa WR450F hjólið í þessari keppni.

Skildu eftir svar