Vefmyndavél

Paris – Dakar fyrsta degi lokið

Paris –Dakar rallið hófst í gær og var fyrsta dagleiðin 492 km og þar af voru 117 km á sérleiðum og  fengu keppendur aðeins forsmekk af því sem koma skal í Afríku með því að aka smá útúrdúr í sandi.
Strax á fyrstu leið fór að bera á allskonar bilinum, kúplingar voru að gefa sig, vélarvandræði og dettur.
Af þeim 263 keppendum sem skráðu sig í mótorhjólaflokk kláruðu 243 fyrsta dag.
Cyril Depres sem sigraði 2005 er í 10 sæti(7mín26sek eftir 1 sæti) og sigurvegarinn frá því í fyrra Mark Coma

 er í 13 sæti eftir daginn(7mín42sek eftir 1 sæti) en staða fyrstu 5 manna eftir fyrsta dag er eftirfarandi:
1. Ruben Faria YAMAHA á tímanum 1:22´07
2. Helder Rodrigues YAMAHA á tímanum 1:22´23
3. Isidre Esteve Pujol KTM á tímanum 1:27´07
4. David Casteu KTM á tímanum 1:27´14
5. Thierry Bethys HONDA á tímanum 1:27´17
Til samanburðar þá var fljótasti bílinn á tímanum 1:20´38 og munar þar ekki nema 1mín31sek.
Kv.
Dakarinn

Leave a Reply