Paris Dakar – dagur 4 – dauðaslys

Dauðaslys varð í dag og setti það skugga á daginn þegar hinn 29 ára Suður afríkumaður Elmer Symons KTM lenti í slysi um 140 km inná sérleiðinni, ekki liggur að fullu ljóst hvað gerðist en þessi kafli var sérmerktur sem hættulegur vegna mikilla sandalda sem þarna eru og virðist sem að hann hafi komið of hratt yfir eina ölduna og endastungist yfir hana og þó að sjúkraliðar hafi komið honum fljótt á staðinn þá gætu þeir ekki bjargað honum og var hann úrskurðaður látin á staðnum.
Leiðin á 4 keppnisdegi liggur frá Er Rachidia til Ouarzazate og er 679 km á lengd og þar af eru 405 km á


 sérleiðum.
Talað er um að þessi dagur sé fyrsti dagurinn í alvöru enduró og reynir mikið á keppendur því á sérleið dagsins eru viðgerðabílar og aðstoðamenn ekki leyfðir, keppendur verða að gera við allt sjálfur en sett var upp viðgerðaraðstaða 100 km inná sérleiðinni þar sem keppendur gátu gert við og fyllt á bensín.

Marc Coma KTM lék á alls oddi í dag og var afgerandi hvað hann ók betur en nokkur annar, eftir fyrstu 100 km var hann búin að byggja upp 5 mín forskot á sína helstu keppinauta og var búin að tvöfalda það á fyrsta tímahliði(eftir 230km).
Þegar mesta pressan var farin af honum virtist honu létta og jók svo forskotið og kláraði daginn heilum 12 mín og 16 sek á undan næsta manni ssem var Isidre Esteve Pujol KTM.
Með þessum snilldarakstri er hann komin með 11mín og 50sek forskot í heildina á Esteve.
Til samanburðar frá því í fyrra á sömu leið þá munaði ekki nema 4min og 51sek á þeim félögum.
Sigurvegarinn frá 2005 Cyril Despres KTM sem startaði í 22 sæti í dag þarf að fara taka á honum stóra sínum ef hann ætlar að eiga möguleika á sigri en það gekk ekki vel í dag, hann villtist af leið í dag og þrátt fyrir að hafa klárað í 3 sæti í dag þá var hann næstum 20 mín lengur að aka leiðina heldur en Marc Coma KTM og munar um 44 mín í heildina á þeim eftir daginn.
Það virðist sem að KTM hjólin séu með yfirburðarhjól í ár því þau raða sér í efstu sætin en sem komið er.

Heildarstaðan eftir 4 dag er:
1. Marc Coma KTM með heildartíma 10h10´32
2. Isidre Esteve Pujol KTM með heildartíma 10h22´22     +11´50
3. David Casteu KTM með heildartíma 10h34´52     +24´20
4. Cris Blais KTM með heildartíma 10h45´36     +35´04
5. Pal Anders Ullevalseter KTM með heildartíma 10h54´19     +43´47
6. Cyril Despres KTM með heildartíma 10h54´57     +44´25

Kv.
Dakarinn

Skildu eftir svar