Vefmyndavél

KTM í bílaframleiðslu

Austurríski sport-mótorhjólaframleiðandinn KTM hefur sýnt teikningar af X-Bow bílnum sínum. Bíllinn er hannaður og smíðaður í samstarfi við Audi. Grindin er smíðuð af KTM en vélin ofl. er úr Audi. Vélin er 220 hestöfl.

Viðræður eru við Magna Steyr verksmiðjuna um fjöldaframleiðslu en í upphafi verða bara 100 eintök smíðuð. Bíllinn verður kynntur opinberlega á Bílasýningunni í Genf í mars. X-Bow(crossbow) er aðeins vinnuheiti á bílnum og óvíst hvað nafnið verður.

Smellið hér fyrir fleiri myndir

Leave a Reply