Leiðbeiningar við miðakaup á Árshátíð

Skráningakerfið sem er notað við að skrá í keppnir er notað til þess að selja miða á árshátíðina. Kerfið virkar nákvæmlega eins og þegar skráð er í keppni. Menn skrá inn sitt númer, haka svo við hvað marga miða á að kaupa (mest hægt að fá 10 í einu) og ganga frá greiðslunni með millifærslu inn á reikning 0537-26-0501101, kennitala: 480592-2639. Þeir sem geta ekki nýtt sér þessa þjónustu er bent á að miðar eru seldir í Moto, einnig er hægt að hafa samband við Helgu í Moto s. 586 2800 til þess að kaupa miða. Þeir sem kaupa miða á

 netinu fá miðana sína afhenta við innganginn á árshátíðinni gegn framvísun skilríkja. Hægt er að sjá hvort miðakaup hafa tekist með því að skoða keppendur á árshátíð VÍK. Ath. Miðað er við 18 ára aldurstakmark, en gerðar eru undantekningar ef unglingar eru í fylgd með foreldrum, en þá er ætlast til þess að unglingarnir séu farnir út fyrir miðnætti. Og þeir eru algjörlega á ábyrgð foreldra.

Skildu eftir svar