Vefmyndavél

VÍK – Bikarmót

Skráning er hafin í Bikarmót í Motocross. Keppnin verður haldin laugardaginn 16.september í Bolöldubraut (hjá Litlu kaffistofunni) og það er VÍK sem heldur keppnina. Tveir nýjir flokkar verða keyrðir með 125 flokknum en það eru 40+ og 45+. Í þessa flokkast komast aðeins þeir sem eru fæddir 1966 og fyrr og 1961 og fyrr, en keppendur mega ekki hafa hlotið stig til Íslandsmeistara í MX1 árið 2006. Þannig er gert ráð fyrir öllum eldri Íslandsmeisturum og snillingum sem lagt hafa keppnisgallann nánast á hilluna (sem sagt ekki þið Raggi og Reynir!). Í MX1 verður tímataka og besti tími fer í riðil 1, annar besti tími riðil 2. 8 fyrstu fara áfram í úrslit en restin fær síðasta séns og verða það 6 keppendur sem fara áfram úr honum í úrslitin sem verða keyrð í 20mín + 2 hringi.

Vinningar verða veglegir í boði fjölda fyrirtækja og keppnin verður vel kynnt. Klárum sumarið með stæl á nýju svæði.

Keppnisgjald er greitt með millifærslu á reikning nr. 537-26-501101kt. 480592-2639og verða greiðendur að setja keppnisnúmer sem tilvísun og senda kvittun á vik@motocross.is

Leave a Reply