Paris-dakar myndasýning

Vélhjólaíþróttaklúbburinn býður til myndasýningar. Þann 18. september kl 20.00. næstkomandi ætlar París-Dakar ökumaðurinn sænski Bertil Marcusson að halda fyrir okkur myndasýningu í nýju félagsheimili VÍK í Bolaöldu. Bertil hefur tekið þátt í París-Dakar í tvígang, bæði skiptin á mótorhjóli, auk þess sem hann fer reglulega með túrista á mótorhjólum um sandöldur Marokko í Afríku. Auk þess að fjalla um París-Dakar ætlar Bertil að segja okkur hvernig akstur og slóðamálum er háttað í Svíþjóð. Vonumst til að sjá sem flesta, Vélhjólaíþróttaklúbburinn.


Skildu eftir svar