Mikil spenna fyrir morgundaginn

Gríðarleg spenna er fyrir lokaumferðirnar í Íslandsmótinu í Enduro. Núverandi og fyrrverandi Íslandsmeistarar, þeir Kári Jónsson og Einar Sigurðarson eru hnífjafnir að stigum fyrir morgundaginn. Báðir eru þeir með 370 stig. Sá sem kemur í 3ja sæti er Valdimar Þórðarson með 274 stig. 2 sigrar á morgun gefa 200 stig, þannig að allt getur gerst, sér í lagi ef Murphy kemur eitthvað við sögu. Mætum öll og sköpum carnival stemningu á nýja svæðinu á Bolöldu, með öflugum stuðningsmanna hópum og samstöðu. Veðurspáin er góð, alger skylda að vera útivið, þannig að það er nánast skyldumæting.

Skildu eftir svar