Vefmyndavél

Götuskráning fjórhjóla – af vef Umferðarstofu.

Í sumar var reglugerð um gerð og búnað ökutækja breytt á þann hátt að fjórhjól geta fengið götuskráningu sem bifhjól. Sú breyting sem orðið hefur snýst þannig fyrst og fremst um það að nú mega þung bifhjól hafa fjögur hjól. Þessi breyting er sam-Evrópsk og gerir framleiðendum fjórhjóla kleyft selja götuskráð hjól að því gefnu að þau uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til bifhjóla.
Þeir aðilar sem hafa hug á að flytja inn fjórhjól til götuskráningar þurfa að skila inn þeim gögnum sem krafist er almennt um bifhjól og má finna leiðbeiningar um forskráningarferil ökutækja hér. Fylgigögn sem krafist er við skráningu bifhjóla eru talin upp í kafla 1.2.2.5 í skráningarreglum Umferðarstofu.

Er hægt að fá götuskráningu á notað hjól sem er skráð sem torfærutæki?
Eins og kom fram hér að framan þurfa götuskráð fjórhjól að uppfylla sömu kröfur og þung bifhjól. Kröfunum er

lýst í reglugerð um gerð og búnað ökutækja og hægt er að ganga úr skugga um sumar af þeim með skoðun á skoðunarstofu (t.d. hemlabúnaður, ljós ofl.) Það verður hins vegar alltaf að framvísa vottorðum frá framleiðanda ökutækjanna fyrir útblástursmengun og hljóðmengun. Kröfurnar sem hjólin þurfa að uppfylla eru þær kröfur sem gilda þegar sótt er um götuskráningu, ekki þegar hjólið var fyrst skráð. Núgildandi kröfur um útblástursmengun bifhjóla eru frá árinu 2002 sem þýðir að hjól sem eru framleidd fyrir þann tíma geta ekki uppfyllt kröfurnar. En jafnvel þótt fjórhjól hafi verið framleitt eftir 2002 er alls ekki víst að það uppfylli umræddar kröfur enda virðist stærsti hluti framleiddra fjórhjóla ennþá ætlaður einungis til notkunar utan vega. Fyrstu vottorðin sem Umferðarstofa sá fyrir fjórhjóla bifhjól eru frá þessu ári. Þessi vottorð verða að vera í frumriti, útgefin á verksmiðjunúmer viðkomandi tækis og staðfest af aðila sem hefur heimild til útgáfu slíkra vottorða hjá framleiðanda. Það er hins vegar rétt að geta þess að mönnum hefur ekki gengið vel á fá vottorð frá framleiðendum fyrir gömul hjól, þ.e. hafi slík vottorð ekki verið gefin út þegar hjólin voru framleidd er ólíklegt að menn fái slík vottorð síðar.
Með enn frekari breytingu á reglugerð um ökuskírteini 7.9.2006 (08.09.2006) kemur eftirfarandi fram:
Réttindi til að aka bifhjóli á fjórum hjólum. Ökuskírteini fyrir flokk A (bifhjól) og flokk B (fólksbifreið/sendibifreið) veitir rétt til að stjórna bifhjóli á þremur, fjórum eða fleiri hjólum. (6. og 7. gr.)

Leave a Reply