Opnunarhátíð VÍK og bikarmót í Moto-Cross

Opnunarhátíð VÍK og bikarmót í Moto-Cross fer fram á nýja glæsilega æfinga- og keppnissvæðinu við Bolöldu / Jósepsdal á laugardaginn 16. september kl: 12. Það kostar 500 kall inn og um að gera að drífa sig með alla sem þið þekkið og þekkið ekki. Shell ætlar að gefa öllum sem skrá sig til keppni glaðning, Shell Advance mótorhjóla olíur. Einnig gefur Shell, Advance mótorhjólaolíur í verðlaun fyrir alla flokka. Stjórn VÍK vill þakka Shell á Íslandi fyrir þennan rausnarlegan stuðning við þetta fyrsta MX bikarmót sem fram fer í brautinni. Nú er rétt að drífa í að skrá sig til keppni og gera þennan sögulega viðburð sem glæsilegastan. Munið að það er gott fyrir "sögubókina" að geta sagt sögur af því að hafa tekið þátt í fyrstu keppninni í MX sem haldinn hafi verið í Bololdu þegar þið standið í brekkunni og fylgist með "Iceland MX des Nation" 2015…….

Skildu eftir svar