Bestu þakkir fyrir vélhjólaíþróttaskólann – púkabekkinn.

Sem foreldri vil ég færa þakkir fyrir Vélhjólaíþróttaskólann sem hefur verið í gangi í sumar fyrir krakkana. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að krakkarnir hafa haft mikið gagn og ótrúlega gaman af þessu. Frábært framtak sem ég tel vert að þakka vel fyrir og sérstaklega þakka þjálfurunum. Laugardaginn 29. júlí var síðasti tíminn og var vel mætt. Tvö mótó voru keyrð og eru hér myndir af startinu í fyrra mótó-inu.
Einnig eru hér aðrar myndir sem voru teknar af mótó-unum og á æfingunni sjálfri.
Með bestu þökkum. Kristján Geir

Skildu eftir svar