Tilraunir á Bolölduslóðunum

Það hefur löngum verið vitað að Íslendingum tekst ílla að fylgja reglum. Í vor þegar Bolaölduslóðarnir voru teknir í notkun var ákveðið að framkvæma smá tilraun á hlíðni þeirra sem stunda enduro í Bolaöldu. Tilgáta sem sett var fram hljómaði svona: Geta notendur enduroslóðanna hlítt þeim reglum sem Vélhjólaíþróttaklúbburinn setur um akstur á svæðinu?

Til að kanna tilgátuna voru settar upp 2 einstefnu leiðir á svæðinu. Önnur er tenging frá Bruggardal og yfir á aðalsvæði við Bolaöldu og hin liggur um Heiðarslóð. Undanfarna mánuði hefur verið fylgst með þessum leiðum og liggja niðurstöður tilraunarinnar fyrir. Svarið við tilgátunni sem sett var fram er NEI, þ.e.a.s. það er ekki hægt að treysta því að notendur svæðisins hlýti þeim boðum og bönnum sem settar eru á svæðinu.

Þessi niðurstaða er áfall fyrir þá sem hafa unnið baki brotnu í uppbyggingu Bolöldusvæðisins. Héðan í frá verður að ganga út frá því að hjólafólk sjálft geti ekki farið eftir eigin reglum. Er það nema von að fólk líti okkur hornauga þegar við getum ekki einu sinni farið eftir okkar eigin reglum.  Samningur okkar við landeigendur er uppsegjanlegur og það skulum við allir hafa bak við eyrað.  Ef nokkrir asnar verða til þess að mörg þúsund hjólafólk missir Bolöldu verður MJÖG langt þanngað til okkur verður treyst fyrir eins flottu svæði og Bolaldan er.

Nú er svo komið að þeir sem óku á móti einstefnuskiltunum hafa uppskorið eins og þeir sáðu, því búið er að loka Heiðarslóðanum tímabundið

Lokunin tekur gildi strax og varir þanngað til annað verður ákveðið. 

Neðri mynd:  Tilraunasvæðið

 

Neðri mynd: Bruggaradalurinn í forgrunni og einstefnuleiðin í bakgrunni.

 
Neðri mynd:  Ein af lokununum norðanmegin.

  Neðri mynd:  Hér hefur mosanum verið kastað til af spólandi kubbadekkjum.

  Neðri mynd: Efsta lokuninn að norðanverðu.  Hér fóru menn að taka á því að alvöru.

 

Neðri mynd:  Hugmyndin var að hér fríhjóluðu menn niður brekkuna, en einhverjum hefur ekki fundist það spennandi kostur og spólað upp brekkuna.

  Neðri mynd:  Sá sem festi sig hér (sjá spólfarið) hefur þurft að hafa fyrir því að komast upp brekkuna.  Það var út af þessu sem einstefnuskiltin voru sett upp.  Við vildum ekki að brekkan yrði spóluð upp.

 
Neðri mynd: Horft upp brekkuna.

 
 
  Neðri mynd: Horft niður brekkuna.

 
Neðri mynd: Sjálfur horfti ég á þessi för verða til 🙁   Félagi þessa "hressa" hjólamanns var fastur í beygjunni. Það var því engin önnur leið upp heldur en beint af augum upp  brekkuna.  Einstefnuskiltin voru sett til að forðast svona framkvæmdir.  Ef leiðin hefði verið opinn mikið lengur hefðu fleiri framkvæmt svona "stunt" og þá hefði brekkan orðið ansi subbuleg.

  Neðri mynd: Lokun að sunnanverðu.

 
 
Kveðja frá Rannsóknarnefndinni

Skildu eftir svar