Tilkynning fyrir Ólafsvík

Gríðarlegur fjöldi ætlar að keppa í 1. umferð Íslandsmótsins í motocrossi á Ólafsvík laugardaginn 10 júní. Það eru 111 keppendur skráðir í fjóra flokka. Búið er að deila niður leigusendum á þá sem skráðu sig fyrir leigu. Vegna fjöldans verða þeir sem hafa leigt senda að skipta á milli flokka. Allar upplýsingar verða gefnar á staðnum þegar sendar verða afhentir.
Það er rétt að minna þá á sem eiga senda að setja þá í hleðslu því óhlaðinn sendir = engin tími!
Fyrir áhugasama þá verður hægt að fylgjast með keppnum sumarsins með því að nota MyLaps Monitor,

einnig verður auka skjár í tímatökubílnum. Monitorinn tengist Orbits tímatökubúnaðinum í gegnum þráðslaust net sem verður á staðnum. Hægt er að hlaða niður hugbúnaðinum hér.
Ein ábending, þegar hugbúnaðurinn er settur upp þá er gott að velja aðeins þá skjáupplausn sem á að nota. Svo að lokum þá verður lágmarks þjónusta við notendur MyLaps Monitor á meðan á keppninni stendur.

Skildu eftir svar