Stelpur !! Keppnin og Æfingar, …sú fyrsta í kvöld !

Nú er sumarið komið á fullt og allt að gerast.  1. keppni í Íslandsmeistaramótinu fór fram í Ólafsvík um helgina.
Það voru 12 eitilharðar stelpur sem tóku þátt og í 1. sinn var stelpuflokkurinn keyrður sér.  Loksins!!!
Þetta var frábær keppni, brautin svolítið erfið en vel þess virði að vera með. Úrslitin er að finna á www.motocross.is.
Höfum ákveðið að 1. stelpuæfingin verði í kvöld þar sem veður er skaplegt en spáin fyrir morgundaginn er


 bara rigning.  Vonum að þetta komi sér ekki ílla fyrir ykkur.  Og vegna þess að Álfsnes er væntanlega líkari sundlaug en crossbraut,  þá förum við í  Bolöldu.  Sem sagt stelpuæfing í kvöld kl. 19-21 í Bolöldu.  Sama fyrirkomulag verður og hjá strákunum þ.e. 10 skipta klippikort verður selt á Litlu kaffistofunni og einnig á æfingunum sjálfum, en þá er einungis tekið við peningum.  Verðið er 14.000,- fyrir kortið á stærri hjólin en 85cc borga 7.000,-  Hvet ykkur stelpur til að mæta sem flestar á fyrstu æfingu sumarsins!!    Kv. Tedda Nítró

Skildu eftir svar