Vefmyndavél

Sorglegur vitleysingur

Þegar ég ók inn Jósepsdal í dag sá ég þessi för eftir vitleysing vikunnar eða vitleysinga vikunnar. Til að taka af allan vafa: Á Bolöldusvæðinu er allur brekkuakstur og akstur utan slóða stranglega bannaður! Ef við komumst að því hver gerði þetta verður viðkomandi kærður fyrir utanvegaakstur og útilokaður frá svæðinu. Það eru yfir 1000 hjólamenn sem hafa komið upp á svæði VÍK í vor og eru allir velkomnir sem fara að þeim reglum sem á

 svæðinu eru, en þeir sem ekki vilja fara að reglum og haga sér svona eru einfaldlega óvelkomnir. Reglur svæðisins eru á skiltinu sem er við gáminn og ef einhver hefur ekki lesið reglur svæðisins þá er um að gera það í næstu heimsókn á svæðið.


Smellið til að stækka

Kveðja Hjörtur L Jónsson

Leave a Reply