Smá pistill

Vegna fréttar sem sett var inn á vefinn vegna akstur utan vegar langaði mig að deila með ykkur einni sögu. Á föstudaginn 2.jún síðastliðinn var ég staddur í Arnarbakka í Breiðholti þegar ég heyri þetta svaka 2-gengis þennsluhljóð. Ég hlusta eftir hljóðinu sem berst í átt til mín og hugsa hver er að keyra krossara í botni inn í

 hverfi (ekki að það sé í lagi að keyra á óskráðu og ótryggðu hjóli innanbæjar). Síðan sé ég hjólið, gult rm 125-250 og 17 ára gutti á því brunandi og reyna að vera rosa kúl. Kemur hann þarna fyrir framan 10-11 á siglingunni keyrir nærrum því niður litla stelpu og er að sýna sig. Ég elti strákinn en hann náði að stinga mig af. Ég gat reddað heimilisfanginu hjá honum og hringi á lögregluna sem hefur víst margoft verið að elta þennan strák. Þegar ég skelli á lögguna bruna ég beint heim til stráksins og banka á dyrum. Þegar strákurinn kemur til dyra geri ég honum grein fyrir því að í fyrsta lagi er hann að skemma fyrir okkur hinum sem virðum lögin og erum ekki að leika okkur á krosshjólum innanbæjar og segji honum að hann sé á óskráðu og ótryggðu hjóli, keyrir eins og brjálæðingur og keyrir nærrum því á fólk. Fæ ég bara derringinn beint í andlitið og dónaskap. Svo kemur móðir hans og ég geri henni grein fyrir því að svona hegðun og svona akstur er til hábornar skammar og fæ ég bara derring frá henni líka. Strákurinn rífur bara kjaft en er ekki maður til að standa fyrir framan mig heldur stendur hann upp á svölum hjá sér og reynir að hrækja á mig (barnaskapur). Kemur löggan síðan og tekur skýrslu og ég legg fram kæru á hendur manninum. Ég vildi bara láta ykkur vita af þessu og hvet fólk til að gera hið sama ef það sér menn innanbæjar á krosshjólum. Stoppum þetta í eitt skipti fyrir öll. Strákurinn býr í hólunum í breiðholti og heitir Aron. Með von um að aðrir bregðist hið sama við og ég því að þetta er of mikið. Kveðja, Aron icemoto

Skildu eftir svar