Skráning hafin fyrir 3. og 4. umferð í enduro á Akureyri

Búið er að opna fyrir skráningu í 3. og 4. umferð íslandsmótsins sem fer fram á Akureyri 1. júlí. Það eru tvær breytingar í skráningunni. Meistaraflokkur skráir sig í E1, E2 eða E3 (flokkaskiptingin er í Enduroreglum). Til þess að skrá í Tvímenningsdeildina þá þarf aðeins annar liðsmaðurinn að skrá sig og greiðir þá gjaldið fyrir


 báða. Þegar búið er að ganga frá skráningunni þá er sendur póstur á skraning@motocross.is og afgangurinn af liðinu skráður. Ef liðið er nýtt þá er hægt að velja sér númer, hér er hægt að sjá liðin frá Hellu og frátekin númer http://www.opex.is/moto_skraning/tvimenningur.html. Skráning er opin til miðnættis 28.06.2006. 

Skildu eftir svar