PW flokkur

Bara láta vita að það gæti orðið fín mæting þegar minnstu púkarnir ætla að hittast miðvikudagskvöldið 21 júní (kl 19:30). Þegar eru um 10 foreldrar búnir að melda sig (motoxleo@hotmail.com). Vonandi að allir komist og kannski nokkrir í viðbót. Engin sérstök dagskrá. Ætlum bara að lofa krökkunum sem eru að stíga sín fyrstu skref að hittast og kynnast sportinu á sínum hraða. Tökum léttar æfingar. Munið að þetta er hugsað fyrir 50cc flokkinn (PW oþh). Athugum veðurspá eftir helgi og ákveðum útfrá því hvort við notum Álfsnesið eða Bolöldu.
Kv Púkapabbi

Skildu eftir svar