Vélhjólaíþróttaskóli VÍK tekur til starfa

Samhliða opnun Bolöldubrautar hefjast reglubundnar hjólaæfingar á vegum VÍK fyrir fullorðna (125cc og stærra) annars vegar og unglinga (upp að 85cc) hins vegar. Einar, Raggi, Valdi, Viggó, Gulli og Aron mun sjá um æfingarnar. Í meginatriðum fara æfingar fram á miðvikudögum og laugardögum. Nánari tilhögun æfinganna er lýst á æfingaráætlun sem birt er á motocross.is. 
Allir hjólamenn eru velkomnir á æfingarnar og mun framkvæmd þeirra taka hliðsjón af getu þátttakanda hverju

 sinni. Seld verða 10 tíma klippikort og mun kortið kosta kr. 14.000,- fyrir fullorðna en kr. 7.000,- fyrir unglinga. Brautargjald er innifalið í greiðslu vegna æfinga og því eru einungis greiddar kr. 400,- fyrir hverja æfingu. Rétt er að vekja athygli á því að þátttakendur ráða því sjálfir á hvaða æfingar þeir mæta og mun kortið því nýtast á allar auglýstar æfingar félagsins. Stjórn VÍK vonast til þess að félagsmenn verði duglegir að mæta á æfingar og nýti sér þá þjónustu sem boðið er upp á.  Stjórn VÍK

Skildu eftir svar