Skráning á Hellu hafin !

Skráning er hafin í 1 umferð Íslandsmótsins í enduro sem fer fram á  Hellu 13.maí.
Smellið hér til að skrá ykkur í keppnina. http://motocross.opex.is
Það er rétt að taka það fram að ef menn ætla að keppa í tvímenningi ( tveir saman ) þá þurfa menn samt að skrá sig í sitthvoru lagi.
Skráningarfrestur rennur út miðvikudaginn 10.maí klukkan 23.59 og þarf greiðsla að hafa borist fyrir þann tíma einnig.
Vinsamlega athugið að í þetta skiptið verður ekki notast við  kreditkort heldur verður millifært inná

 bankareikning VÍK sem kemur fram á staðfestingarsíðunni.
Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlega hafið samband við Hákon á hakon@opex.is eða í síma 820-8855

Skildu eftir svar