Ný Tvímenningsdeild í Endurokeppnum

Þar sem skráning í keppnina á Hellu er hafin þá vill Enduronefnd vekja sérstaka athygli á nýrri deild Tvímenningsdeild.
Úr uppfærðum Enduroreglum: Tvímenningsdeild er opinn flokkur, aðeins 3efstu lið fá verðlaun. Tvímenningsdeild er ekin samhlið Meistaradeild en er ræst af stað 1 mínútu eftir að Meistaradeild hefur verið ræst af stað. 2 keppendur keppa saman á einu eða tveimur keppnishjólum. Aðeins einn liðsmaður má vera í brautinni á sama tíma. Báðir keppendur og keppnishjól þeirra skulu bera sama keppnisnúmer sem er


sérstaklega úthlutað fyrir þessa deild. Liðið ber aðeins einn tímatökusendir, ekki má sækja tímatökusendir út í braut. Skipting ökumanna skal fara fram í Pittsvæði og einnig færsla á tímatökusendi ef nota á tvö keppnishjól.
Keppendur í Tvímenningsdeild skulu leitast við að trufla sem minnst keppendur í Meistaradeild og ber þeim að víkja ef hraðari ökumenn eru að hringa þá. Að öðru leiti gilda allar aðrar reglur um þennan flokk.
Keppendur í þessari deild fá úthlutað sérstökum númerum 10t uppí 99t. Á næsta ári keyra Íslandsmeistararnir með 1t og annað sætið verður 2t 😉 Þeir sem ætla að keppa í þessari nýju deild sækja um númer 10t til 99t með því að senda póst á skraning@motocross.is. Reglan fyrstur kemur fyrstur fær gildir.
Annað sem allir keppendur þurfa að hafa í huga er breytt fyrir komulag á tímatöku. Núna verður MSÍ kerfið notað (hefur verið notað í MX og WSA Snocrossi) en ekki bólukerfið eins og áður. Keppendur þurfa því ekki lengur að stoppa og skanna heldur aka í gegnum tímatökuhliðið.
Hægt er að leigja sendir fyrir eina keppni á 3.000kr eða kaupa sendir á 15.000kr sem endist næstu árinn. Þeir sem vilja kaupa sendir geta sent póst á skraning@motocross.is.

Skildu eftir svar