Suzuki í álstelli ?

Þegar samstarfi Suzuki og Kawasaki lauk á síðasta ári kom Kawasaki með nýtt 250 fjórgengishjól í álstelli fyrir 2006.  Suzuki hélt þó áfram að nota sameiginlegu hönnunina fyrir 2006 árgerðina.  Þó voru nokkrir gallar sem vitað var um lagfærðir og hjólið endurbætt.  Í síðustu viku birtust síðan fyrstu myndir af Suzuki RM-Z 250 í

 álstelli sem notað var í Japansmótinu í motocross.  Hjólið var í höndum Yohei Kojima sem kom sá og sigraði MX2 flokkinn.  Suzuki Japan hefur þó ekki opinberlega viðurkennt að þetta sé prototypa en það þykir þó nokkuð víst að svo sé.  Líklegt þykir að hjólið verði komið í MXGP seinna í sumar og komi á markað í haust sem 2007 árgerð.  Það verður spennandi að fylgjast með þessu hjóli þar sem 250F hjólin hafa verið sá flokkur sem hefur átt mestum vinsældum að fagna undanfarin ár og samkeppnin því hörð.

Skildu eftir svar