Vefmyndavél

Styrkjum Bolöldu!

Eftir að hafa séð brautina sem Hjörtur og félagar eru búnir að leggja í gömlu kartöflugörðunum, efast ég ekki um að keppnin á fimmtudag verður skemmtileg. Ekki nóg með að mótorhjól fái að spreyta sig heldur hef ég heyrt að fjórhjól fái líka að reyna sig. Fram hefur komið að öllum keppnisgjöldum verður varið óskipt í uppbyggingu á Bolöldusvæðinu. Ekki veitir af því margt á eftir að gera til að Bolaldan verði flottasta endurosvæði norðan Alpafjalla. Skipulagningu svæðisins miðar vel og má búast við skemmtilegu sumri undir hlíðum Vífilfells. Sjáumst á fimmtudag, Jakob.

Leave a Reply