Vefmyndavél

Eftirlit hert til muna

Árni Friðleifsson yfir mótorhjólalögga hafði samband við motocross.is vegna fjölda kvartanna um crossara í kringum borgina. "Nú er mál að þetta stoppi" sagði Árni og kvaðst ætla að mæta þessu af hörku um helgina. Lögreglan í Reykjavík hefur fjárfest í nýjum torfæruhjólum til þess að hafa uppi á þessum mönnum sem aka innanbæjar og munu sýna fulla hörku. Þeir munu verða á ferðinni í dag á nýju hjólunum en einnig má búast við eftirliti úr lofti þar sem Lögreglan hefur einnig gert samning við Þyrluþjónustuna sem mun sinna eftirliti og beina laganna vörðum á nýju torfæruhjólunum í eftirför eftir villingunum sem stunda akstur innan borgarmarkanna. Nýju hjólin verða til sýnis hjá Versluninni MOTO/KTM í dag laugardag á milli 16-18 og munu Árni og félagar verða á staðnum. 

Leave a Reply