Motocross kynning í „Borunni“

SUPERSPORT hélt kynningu á motocross og jaðarsporti í félagsmiðstöðinni "Boran", Vogum – Vatnsleysuströnd um daginn.  Sveitafélagið Vogar stendur rétt við hina flottu Sólbrekkubraut og því gaman ef þarna myndast öflugur kjarni af framtíðarökumönnum, en þess má geta að einn af okkar bestu ökumönnum, Aron Pastrana, bjó þarna um tíma.  Á www.supersport.is   eru komnar myndir af kynningunni – (beinn linkur http://supersport.vefalbum.is/boran). Þess má geta að ef félagsmiðstöðvar hafa áhuga á motocross kynningu er þeim velkomið að senda tölvupóst á supersport@supersport.is  

Skildu eftir svar