Vefmyndavél

Fyrsta umferð WEC

Fyrsta umferð WEC World Enduro Championship var haldin í Ostersund í Svíðjóð um síðustu helgi. David Knight KTM hóf titilvörn sína vel og vann E3 flokkinn eftir baráttu við Marco Tarkkala. Í E1 var það Ivan Cervantes KTM sem sigraði, og í E2 Samuli Aro KTM.  Þetta var sannkallað snjóenduro, enda haldin í Svíðjóð á þessum árstíma, og kom á óvart hvað menn stóðu sig vel miðað við þá sem þessu eru vanir og það þarf varla að taka það fram að menn kepptu á nagladekkjum ( Trellum ). Hér er mynd af Knight á fullri ferð í brautinni.

Leave a Reply